Gunnar Valdimarsson er einn fremsti húðflúrari heims. Hann hefur tuttugu og þrisvar sinnum unnið til alþjóðlegra verðlauna og flúrað þúsundir manna í öllum heimsálfum. Hann þykir einkar laginn við andlitsmyndir, enda eru þær aðalsmerki hans.